Um okkur
Fyrirtæki
Fjárfestar

Atvinna

Festi

Festi leggur áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem hæfileikar einstaklingsins fá að njóta sín.

Festi leggur rekstrarfélögum sínum til stoðþjónustu m.a. á sviði fjármála, reksturs og viðskiptaþróunar. Rekstrarfélög Festi eru N1, Krónan, Elko og Bakkinn. 

Við tökum gjarnan við almennum umsóknum rafrænt og leggjum mikla áherslu á að trúnaður ríki um þær umsóknir sem okkur berast.

Umsóknir eru geymdar í 3 mánuði frá því þær berast og er eytt eftir þann tíma.  Við leggjum áherslu á að staðfesta umsóknir með tölvupósti og höfum samband við umsækjanda ef hæfni og reynsla er líkleg til að nýtast í lausar stöður.

Hér fyrir getur þú sótt um vinnu hjá Festi eða sótt um hjá tilteknu félagi festi

Hér er hægt að nálgast jafnlauna-, mannauðs- og jafnréttisstefnu Festi

N1

N1 er eitt stærsta verslunar og þjónustufyrirtæki landsins. Hjá N1 starfa um 660 manns um allt land, hver og einn starfsmaður er mikilvægur hluti af því gangverki sem N1 er í samfélaginu. Markmið N1 er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

Krónan

Verslanir Krónunnar eru í dag 21 talsins og flestar eru þær staðsettar á stór höfuðborgarsvæðinu. Markmið Krónunnar er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

ELKO

ELKO er stærsta raftækjaverslun landsins og eru verslanir ELKO 5 talsins. ELKO leggur áherslu á að ráða og efla hæft starfsfólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi. Markmið ELKO er að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.

Bakkinn

Bakkinn er vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Vöruhús Bakkans eru staðsett annars vegar í Skarfagörðum 2 og hins vegar í Klettagörðum 13. Bakkinn leggur áherslu á að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti, heilsu og öryggi starfsfólks.