Siðareglur Festi

Okkur er ljóst að orðspor Festi og dótturfélaga er eindýrmætasta eign félagsins. Í ljósi þess höfum við sett okkur eftirfarandisiðareglur, sem gilda um alla starfsemi félagsins, alla starfsmenn og stjórnþess, sem og þá verktaka er sinna verkefnum fyrir félagið.

Samfélagið

Við förum eftir öllum lögum og reglum sem lúta aðstarfsemi félagsins og leggjum okkur fram um að vera traustir þátttakendur ísamfélaginu.

Viðskiptavinirnir

Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar ogleggjum allt kapp á að veita þeim framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnuverði. Á sama hátt virðum við birgja okkar og metum að verðleikum hlutverkþeirra í virðiskeðjunni.

Starfsfólkið

Við kappkostum að tryggja öryggi og vellíðanstarfsfólks félagsins með góðum aðbúnaði á vinnustað, fræðslu og þjálfun. Viðfylgjum viðurkenndum öryggis- og heilsuverndarstöðlum. Við erum umburðarlynd,tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njótasín. Við stuðlum að jafnrétti á vinnustað og erum málefnaleg og sanngjörn íöllum okkar samskiptum. Við líðum hvorki einelti né aðra áreitni.

Hluthafarnir

Við veitum hluthöfum og öðrum markaðsaðilum réttar ogskilmerkilegar upplýsingar um rekstur félagsins eins og hæfir félagi á markaði. Félagið fer eftir reglum markaðarins og góðum stjórnarháttum.

Gjafir og hagsmunir

Óheimilt er að þiggja boð eða gjafir sem ætla má aðhafi þann tilgang að hafa áhrif á viðskiptalegar ákvarðanir. Félagið heimilarþó að boðnar séu og þegnar hæfilegar og viðeigandi gjafir og skemmtanir ítengslum við eðlileg og lögmæt viðskipti sem ná til fleiri aðila. Gjafir ogskemmtanir skulu tilkynntar til framkvæmdastjóra til samþykktar. Óheimilt er aðgefa eða þiggja handbært fé. Viðskiptatengdar ákvarðanir mega undir engumkringumstæðum byggja á gjöfum og þær mega ekki leiða til hagsmunaárekstra. Gildirþað um gjafir frá birgjum, þeim sem óska eftir að eiga viðskipti viðfyrirtækið, eða öðrum þeim sem gætu hagnast á ákvörðunum starfsmannafyrirtækisins. Við forðumst að taka ákvarðanir sem geta skapaðhagsmunaárekstra. Við þurfum að vera vakandi og taka heiðarlega afstöðu þegarsú staða kemur upp að ákvörðun okkar fylgir persónulegur ávinningur og leitaálits framkvæmdastjóra í öllum vafamálum. 

Umhverfið

Við sýnum umhverfinu virðingu og leitumst við að bjóðaumhverfisvænar vörur og þjónustu. Við leggjum okkur fram um að valda semminnstum skaða á umhverfinu með starfsemi félagsins og fylgjum viðurkenndumumhverfis-, gæða-, öryggis- og heilsufarsstöðlum.

Trúnaður

Við virðum þagnarskyldu um þær trúnaðarupplýsingar,sem okkur berast, og helst sú þagnarskylda þótt látið sé af störfum. Við nýtumokkur ekki trúnaðarupplýsingar til ávinnings, hvorki fyrir okkur sjálf né aðra.

Samþykkt 27. febrúar 2020

Þannig breytt í Kópavogi 28. febrúar 2022