ELKO

ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi.

ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða góða þjónustu og þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Verslanir félagsins eru sex talsins, þrjár á höfuðborgarsvæðinu, ein á Akureyri og tvær á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptavinum vefverslunar fjölgar stöðugt en með fjölbreyttum afhendingarmátum þjónustar vefverslunin elko.is viðskiptavini um land allt.

ELKO er með sérleyfissamning við norska félagið Elkjøp sem rekur um 400 verslanir á Norðurlöndunum. Elkjøp er í eigu breska raftækjarisans Currys PLC sem rekur samtals um 1.600 verslanir í Bretlandi, Írlandi og Norður-Evrópu. Með sameiginlegum innkaupum nást betri kjör á þekktum vörumerkjum raftækja og njóta viðskiptavinir ELKO góðs af því.

Vottanir og viðurkenningar