N1

N1 er öflugt orku- og þjónustufyrirtæki fyrir fólk, farartæki og fyrirtæki um allt land.

N1 er með sterkar rætur í íslensku samfélagi sem eitt öflugasta orku- og þjónustufyrirtæki landsins með starfsstöðvar vítt og breitt um Ísland. Starfsemi félagsins er fjölbreytt en meginhlutverk þess felst í að sjá fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti og raforku um allt land, þ.m.t. raforku til heimila, ásamt bíla- og rekstrarvörum auk veitinga og afþreyingar á þjónustustöðvum félagsins. Þannig heldur N1 samfélaginu á hreyfingu með kraftmikilli þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvenær og hvar sem þeim hentar. Þar að auki umbunar félagið N1 korthöfum fyrir viðskiptin með söfnun punkta sem nýta má til kaupa á vörum og þjónustu á N1 stöðvum um land allt.

Vottanir og viðurkenningar