Við erum leiðandi, traust og sjálfbær.
Við aukum virði, ánægju og lífsgæði.

Hlutverk

Hlutverk Festi er að stýra fjárfestingum, styðja við verðmætasköpun og skapa ný tækifæri.

Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi á hvert á sínum markaði; matvöru-, raftækja-, eldsneytis-, raforkusölu- og þjónustustöðvamarkaði. Fasteigna- og vöruhúsarekstur og kaup og sala verðbréfa er einnig hluti af starfsemi samstæðunnar.

Móðurfélagið Festi á dótturfélögin Krónuna sem rekur samnefndar matvöruverslanir, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Yrkir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

Meginhlutverk móðurfélagsins gagnvart rekstrarfélögunum er þríþætt:

  • Stýra fjárfestingum
  • Skapa ný tækifæri.
  • Styðja við verðmætasköpun
Skipurit

Stefnuáherslur

Samfélagið

Við höfum jákvæð áhrif á samfélagið og okkar nærumhverfi með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar ákvörðunartöku

Starfsfólk

Við ætlum að vera framúrskarandi og eftirsóttur vinnustaður þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenning

Rekstrarfélög

Við styðjum okkar rekstrarfélög til vaxtar og leitum nýrra tækifæra með hagkvæmri stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármögnunar, mannauðsmála, stafrænna lausna og sjálfbærni

Samstarfsaðilar

Við byggjum upp langtíma-viðskiptasambönd við okkar viðskiptavini, birgja og aðra samstarfsaðila

Hluthafar

Við sköpum virði fyrir okkar hluthafa með sjálfbærum langtímafjárfestingum