Nýting kauprétta 2025 fyrir starfsfólk með kaupréttarsamning

Nýting kauprétta vorið 2025 fyrir starfsfólk með kaupréttarsamning
Nú í maí opnast fyrsta nýtingartímabil kaupréttarkerfis Festi. Allt starfsfólk sem undirritaði kaupréttarsamning í apríl 2024 getur þá nýtt kauprétt. Við verðum með fræðslufund um nýtingu kauprétta 5. maí þar sem við förum ítarlega yfir ferlið, skattamál og annað tengt nýtingu kauprétta.
💰 Hvað þarf ég að gera ef ég vil nýta réttinn?
• 6. maí nk. mun Festi senda skráningarform á starfsfólk með kauprétt frá 2024.
• Þú fyllir út skráningarformið og tilgreinir fyrir hve háa upphæð þú vilt kaupa (hámark 500 þús.kr.).
• Til að nýta kauprétt þarf að skila inn skráningarforminu á tímabilinu 6. til 14. maí 2025.
• Þú færð greiðsluseðil sendan í heimabanka 15. maí og greiðsa þarf upphæðina í síðasta lagi 16. maí.
• Ef þú tilkynnir um nýtingu en greiðir ekki á eindaga þá flyst kauprétturinn til næsta nýtingartímabils.
• Stefnt er að afhendingu bréfa í Festi inn á verðbréfa-/vörslureikning starfsfólks þann 20. maí.
🤔 Hvað ef ég vil ekki nýta réttinn/geri ekki neitt?
• Ef þú tilkynnir ekki að þú ætlir að nýta réttinn þá flyst rétturinn til næsta árs.
• Þá getur þú keypt fyrir allt að 1.m.kr. á næsta tímabili (2026).
• Eftir þriðja (síðasta) nýtingartímabilið (maí 2027) fellur rétturinn niður.
🏦 Get ég undirbúið eitthvað ef ég ætla að nýta kaupréttinn?
Já, til að við getum afhent þér hlutabréfin þarft þú að eiga verðbréfavörslureikning, þú mátt því kanna hvort þú sért með verðbréfavörslureikning í bankanum þínum og ef ekki þarftu að stofna vörslureikning.
🧾 Hvernig stofna ég verðbréfa-/vörslureikning?
Allir sem ætla sér að nýta kaupréttinn sinn þurfa að eiga verðbréfa-/vörslureikning*.
Þú getur stofnað vörslureikning í netbanka eða appi hjá þínum viðskiptabanka, hér að neðan er dæmi um hvernig þú stofnar vörslureikning hjá Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka.
Þegar þú stofnar vörslureikning þarft þú að svara spurningum sem eru hluti af hæfismati og tilhlýðileikamati. Tilgangur matsins er að athuga hvernig fjármálagjörninga þú átt að fá heimild til að framkvæma. Þú svarar því matinu eftir bestu vitund.
Ef þú ert undir 18 ára aldri þarf forráðamaður að undirrita samning um viðskipti með fjármálagerninga hjá bankanum fyrir þína hönd.
*Sitthvort nafnið yfir samskonar reikning sem er nauðsynlegur fyrir viðskipti með verðbréf og verðbréfasjóði


