27/07/2023

Uppgjör annars ársfjórðungs 2023

Festi birtir uppgjör sitt fyrir 2. ársfjórðung 2023 eftir lokun markaða miðvikudaginn 26. júlí næstkomandi.

Afkomufundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 27. júlí 2023 kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14 í Kópavogi. Á fundinum munu Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, og Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi, kynna afkomu samstæðunnar á örðum ársfjórðungi og svara spurningum.

Fundinum verður einnig streymt beint í spilaranum hér að neðan. Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur með því að senda tölvupóst á netfangið fjarfestatengsl@festi.is. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.

Ef streymi virkar ekki skal prófa að endurhlaða síðunni.