Upptaka

Uppgjör 4F og 12M 2023

Festi birtir uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2023 og allt árið 2023 eftir lokun markaða miðvikudaginn 7. febrúar 2024.

Afkomufundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 – 14 í Kópavogi. Á fundinum munu Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, og Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi, kynna afkomu samstæðunnar og svara spurningum.

Fundinum verður einnig streymt beint í spilaranum hér að neðan. Þátttakendur sem fylgjast með rafrænt geta spurt spurninga á meðan á fundi stendur með því að senda tölvupóst á netfangið fjarfestatengsl@festi.is. Spurningum verður svarað að kynningu lokinni.

Ef streymi virkar ekki skal prófa að endurhlaða síðunni.